Nýjasti þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og má sjá hann í spilaranum. Einnig er hann aðgengilegur í VOD/Appi Sjónvarps Símans.
Í þáttunum fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti og að þessu sinni mætti áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson, betur Lil Curly, í heimsókn.
Eins og alltaf er farið yfir það helsta úr íþróttaheiminum. Þá mætir Valur Gunnarsson úr Tíu jördunum í heimsókn og lýsir leikdagsupplifun í NFL deildinni vestan hafs. Þá ræðir Björn Þorfinnsson skákmót sem haldið var um síðustu helgi.