Julian Alvarez er áfram orðaður frá Manchester City. Football Insider heldur því fram að Englandsmeistarnir hafi skellt á hann verðmiða.
Sóknarmaðurinn hefur verið í lykilhlutverki á þessari leiktíð þar sem hann spilar fyrir aftan Erling Braut Haaland hjá City.
Alvarez er kominn með sjö mörk og fimm stoðsendingar það sem af er í öllum keppnum.
Þrátt fyrir það er hann mikið orðaður við spænska boltann og þá sérstaklega Real Madrid. Einnig hefur Barcelona verið nefnt til sögunnar.
Football Insider segir að City sé opið að selja Alvarez fyrir 80 milljónir punda.
Samningur kappans rennur ekki út fyrr en 2028.