fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Þorsteinn og Glódís vilja opinbera veikleika danska liðsins á morgun – „Það er ekki bara mitt, heldur okkar allra“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 14:42

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins vonast eftir því að liðið geti sýnt sínar bestu hliðar þegar Danir heimsækja liðið á Laugardalsvelli á morgun.

Íslenska liðið fékk skell gegn Þjóðverjum í síðasta leik liðsins í riðlinum í Þjóðardeildinni.

„Við þurfum að vera klár í það að verjast eitthvað, verja markið okkar. Við erum búin að vera æfa leiðir til að sækja á þær og finna möguleika til að halda í boltanum,“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

Hann segir hug í öllum í kringum liðið að gera betur en í síðasta leik. „Það er hugur í öllum til að gera betur, horfa í þennan einstaka leik og fá betri frammistöðu en síðast. Það eru allir í kringum þetta einbeittir á að gera betur

„Þær eru góðar á boltann og vilja halda mikið í boltann, eru þolinmóðar. Þær eru gott fótboltalið og eru á góðum stað á sínum ferli. Við vonandi náum að sýna veikleika þeirra á morgun.“

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins segir hana og aðra leikmenn liðsins vilja gera betur en í Þýskalandi. „Það er ekki bara mitt, heldur okkar allra. Við höfum æft vel í vikunni, fín gæði á æfingum og auka hugur í fólki að vilja fá betri frammistöðu. Við erum að mæta sterku liði, við þurfum að horfa í okkar eigin frammistöðu,“ sagði Glódís.

Glódís hefur mikla trú á íslenska liðinu. „Ég hef fulla trú á því að við sem lið mætum tilbúnar í þetta verkefni.“

„Þær eru með nýjan þjálfara og hann er þjálfari sem vill spila mikinn fótbolta, maður hefur heyrt sögur frá því að hann var að þjálfa í Svíþjóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður