fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Starfsmenn United ósammála nálgun Ten Hag – Sancho bannaður í mötuneytinu en fær mat á bakka

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert stór hluti af starfsfólki Manchester United telur að Erik ten Hag stjóri Manchester United hefði getað tekið miklu betur á máli Jadon Sancho.

Ten Hag hefur hent Sancho til hliðar eftir að hann svaraði gagnrýni stjórans opinberlega og sakaði hann um að teikna sig upp sem blórabögul.

Sancho fær ekki að æfa með liðinu og þarf að æfa einn, Ten Hag neitar að tala við Sanco og ræða málin fyrr en hann biðst afsökunar.

Starfsmenn United eru samkvæmt The Athletic á því að Ten Hag hafi getað tæklað málið betur og á allt annan hátt.

Ten Hag vill ekki sjá Sancho og segir Athletic að hann sé bannaður í mötuneyti félagsins, hann fær mat sendan á bakka inn í klefa þar sem hann dvelur einn.

Búist er við að hinn 23 ára gamli Sancho fari frá United í janúar en hann hefur í átta vikur æft einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður