fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Blikar fengu slæma útreið í Belgíu – Færeyingar með glæstan sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 18:41

Mynd/Helgi VIðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Um leiki í 3. umferð var að ræða og eru Blikar enn án stiga.

Belgíska liðið gekk frá leiknum strax í byrjun en Omri Gandelman kom þeim yfir á 10. mínútu. Hugo Cuypers gerði svo tvö mörk með skömmu millibili og kom Gent í 3-0.

Tarik Tissoudali gerði fjórða mark Gent á 43. mínútu og staðan í hálfleik 4-0.

Hinn efnilegi Gift Orban kom Gent í 5-0 þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Blikar fengu tækifæri til að klóra í bakkann í uppbótartíma en þá klikkaði Höskuldur Gunnlaugsson á vítaspyrnu. Meira var ekki skorað.

Blikar eru sem fyrr segir án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki . Gent er á toppnum með 7 stig. Zorya Luhansk er með 4 stig og Maccabi Tel Aviv 3 en þau hafa aðeins leikið tvo leiki.

Fleiri leikir fóru fram á sama tíma og vann Aston Villa til að mynda AZ Alkmaar 1-4. Leon Bailey, Youri Tielemans, Ollie Watkins og John McGinn gerðu mörkin.

Þá vann færeyska liðið KÍ Klaksvík glæstan sigur á Olimpija Ljubljana og er með 4 stig.

Hér að neðan eru úrslit kvöldsins hingað til.

A-riðill
KÍ Klaksvík 3-0 Olimpija Ljubljana
Lille 2-1 Slovan Bratislava

B-riðill
Gent 5-0 Breiðablik

C-riðill
Balkani 1-2 Astana

D-riðill
Lugano 1-3 Club Brugge

E-riðill
AZ Alkmaar 1-4 Aston Villa

H-riðill
Fenerbahce 3-1 Ludogorets

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Í gær

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Í gær

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir