Rasmus Hojlund hefur ekki enn tekist að skora mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United. Stærsta ástæða þessu eru fáar og lélegar fyrirgjafir að mati Gabby Agbonlahor.
Hojlund hefur komið með mikinn kraft inn í lið United en Gabby segir að Antony og Marcus Rashford geri ekkert til að hjálpa honum.
„Haaland myndi ekki skora í þessu United liði, Hojlund fær enga þjónustu,“ segir Agbonlahor um stöðu mála.
Agbonlahor segir vandamálið liggja hjá öðrum leikmönnum en unga danska framherjanum.
„Antony fer inn á völlinn og gefur aldrei fyrir, Rashford gerir það sama á vinstri kantinum. Það gefur hann enginn fyrir.“
„Framherjar þurfa þjónustu, ímyndið ykkur United með Antoni Valencia núna og Hojlund í teignum. Það koma ekki nógu margar fyrrigjafir.“
“Haaland wouldn’t score in this team!” 😱
“Antony & Rashford don’t put crosses in. Imagine #MUFC with Valencia now?” 😩
🇩🇰 Gabby Agbonlahor feels sorry for Højlund, with the amount of service he gets. pic.twitter.com/DgEy6dxMlW
— talkSPORT (@talkSPORT) October 26, 2023