fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Heldur heim til Færeyja – „Konan hans segir að það sé ekki séns að hann verði áfram á þessu ógeðslega Íslandi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. október 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klæmint Olsen mun ekki klára tímabilið með Breiðablik þar sem samningur hans rennut út um miðjan nóvember. Hann missir af tveimur leikjum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar vegna þess.

Kristján Óli Sigurðsson fyrrum kantmaður Breiðabliks og sérfræðingur Þungavigtarinnar sagði frá þessu í nýjasta þætti þeirra félaga. Hann segir eiginkonu Klæmint ekki taka það í mál að hann verði áfram á Íslandi.

„Þetta er næst síðasti leikurinn hans Klæmint, samningurinn hans rennur út 16 nóvember og þá eru tveir leikir eftir,“ sagði Kristján Óli.

Breiðablik leikur gegn Gent í Sambandsdeildinni í kvöld sem er þriðji leikur liðsins í riðlinum, liðið er án stiga.

Klæmint er á láni frá Færeyjum og mun ekki framlengja samninginn. Kristján segir eiginkonu Klæmint taka fyrir það.

„Konan hans segir að það sé ekki séns að hann verði áfram á þessu ógeðslega Íslandi, að hann skuli koma heim til Færeyja. Færeyskar húsmæður kalla ekki allt ömmu sína, það er ekki fræðilegur að hún hleypi honum í hina tvo leikina.“ 

Landsliðsmaðurinn frá Færeyjum hefur reynst Blikum vel en hann kom á láni frá NSÍ Runavík til félagsins, hann er eini leikmaður Blika sem hefur náð að skora í riðlakeppninni til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“