fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Páll neitar að tjá sig um Ólaf sem er sagður hafa hafnað KR – Búast við að klára ráðningu innan skamms

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 09:32

Ólafur Ingi stýrir liðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vill ekki tjá sig um viðræður félagsins við Ólaf Inga Skúlason. Sú saga gengur nú að hann hafi hafnað því að taka við karlaliði félagsins.

Ólafur hefur verið sterklega orðaður við stöðuna hjá KR síðan um helgina en miðað við nýjustu vendingar tekur hann ekki við.

„Við höfum þreifað á nokkrum en ekki gert neitt tilboð,“ sagði Páll við 433.is nú í morgunsárið.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Aðspurður hvort Ólafur sé einn af þessum mönnum sagði Páll: „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt um það.“

Páll sagði jafnframt að hann búist við því að ráðning á þjálfara verði kláruð á næstu 1-2 sólarhringum.

Ólafur hefur undanfarin ár starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands en hann er sem stendur þjálfari íslenska karlalandsliðsins í flokki 19 ára og yngri.

Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu