fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Íslenska liðið hefur hafið undirbúning fyrir tvo stórleiki – Tölfræðin ekki með okkur í liði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 22:00

Mynd - KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið kvenna hefur hafið æfingar í undirbúningi sínum fyrir tvo leiki í Þjóðadeild UEFA í október.

Ísland mætir Danmörku á föstudag kl. 18:30 og Þýskalandi á þriðjudag kl. 19:00, en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Miðasala á leikina er að á tix.is og má finna hlekki inn á þær hér fyrir neðan.

Íslenska liðið er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu tvo leikina. Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales, en tapaði 0-4 gegn Þýskalandi ytra. Danmörk er í efsta sæti með sex stig og Þýskaland er í öðru með þrjú stig. Wales er án stiga á botni riðilsins.

Ísland og Danmörk mættust síðast á Algarve Cup 2018, en þar hafði Ísland betur eftir vítaspyrnukeppni. Hlín Eiríksdóttir skoraði mark Íslands í leiknum, en þetta var fyrsta mark hennar fyrir liðið. Liðin hafa mæst þrettán sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið tvo leiki, Danmörk átta leiki og þrír hafa endað með jafntefli.

Ísland og Þýskaland hafa mæst 17 sinnum. Ísland hefur unnið einn leik og Þýskaland sextán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA