Andy Carroll skoraði magnað mark fyrir Amiens í frönsku B-deildinni um helgina.
Hinn 34 ára gamli Carroll gekk í raðir Amiens í lok sumars en hann á að baki langan feril á Englandi með liðum á borð við Liverpool, Newcastle og West Ham.
Hann skoraði frábært mark fyrir Amiens um helgina en þar jafnaði hann í 1-1 gegn Nancy. Urðu það lokatölur.
Amiens er um miðja B-deild.
Mark Carroll er hér að neðan.
Andy Carroll scored this goal at the weekend 👀💥 pic.twitter.com/lDc5uKve4J
— talkSPORT (@talkSPORT) October 23, 2023