Mohammed bin Salman, krónprins Sádí Arabíu átti gott spjall við Cristiano Ronaldo í dag þar sem þeir fóru yfir stöðu mála. Voru þeir mættir á fund sem varðar rafíþróttir.
Heimsmeistaramót í rafíþróttum fer fram í Sádí Arabíu á næsta ári en Ronaldo var mættur á fundinn ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA.
Sádar reyna að heilla FIFA þessa dagana enda hafa þeir formlega sótt um að halda Heimsmeistaramótið árið 2034.
Ronaldo flutti til Sádí Arabíu í upphafi árs og koma hans til landsins varð til þess að deildin hefur sótt afar sterka leikmenn síðan þá.
Bin Salman ræður nánast öllu í Sádí Arabíu en hann er nokkuð umdeildur utan landsins.
An honour to meet again with His Royal Highness Prince Mohammed bin Salman and great to be part of this panel today discussing the future of esports and the launch of the first ever #esportsworldcup that will be held in Saudi Arabia next year! pic.twitter.com/1N4AVYn9Pv
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 23, 2023