fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stjórnin í Vesturbænum fær það óþvegið: Hrafnkell segir þetta farið að líta ansi illa út en tveir kostir eru líklegastir – „Þá vita þeir ekkert hvað þeir eiga að gera“

433
Sunnudaginn 22. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni var gesturinn fótboltaþjálfarinn og hlaðvarpsstjarnan Viktor Unnar Illugason.

Enn er óljóst hver verður næsti þjálfari KR en ákveðið var á dögunum að framlengja ekki við Rúnar Kristinsson.

„Ég er að heyra að þetta gæti orðið norski aðstoðarmaðurinn (Ole Martin Nesselquist). Það eru ekkert allir að trúa því,“ segir Viktor um málið.

„Siggi Raggi virðist líka líklegur. Ég held að þetta verði Siggi Raggi eða norski aðstoðarþjálfarinn sem taka við þessu.“

Hrafnkell tók til máls en hann telur að KR hefði átt að bíða aðeins með ákvörðunina um að framlengja ekki samning Rúnars.

„Mér finnst þetta vera farið að líta ansi illa út fyrir stjórn KR. Þeir láta Rúnar fara og eru ekki með neitt plan. Það er eins og þeir hafi ætlað að setja öll eggin í Óskars Hrafns körfuna. Svo er hann farinn út og þá vita þeir ekkert hvað þeir eiga að gera.“

Helgi tók í sama streng.

„Það er ekki eins og Rúnar hafi verið eins og rotið epli þarna og endað með liðið í tíunda sæti.“

Hrafnkell telur að KR þurfi að breyta um stefnu.

„Vandamál KR er að þeir ætla alltaf að vera stærstir og bestir og vinna allt. Horfið bara á Stjörnuna sem tóku nokkur skref til baka og eru að koma fljúgandi núna. Þeir geta barist um titilinn á næsta ári. KR-ingar þurfa að gera eitthvað svona.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Í gær

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði
Hide picture