fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Einkunnir úr leik Chelsea og Arsenal – Palmer valinn bestur

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. október 2023 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Chelsea fékk þá Arsenal í heimsókn á Stamford Bridge.

Chelsea spilaði vel framan af í þessum leik og náði 2-0 forystu og leit lengi vel út fyrir að heimamenn myndu ná fram sigri.

Fyrra markið skoraði Cole Palmer af vítapunktinum en Mykhailo Mudryk bætti svo við öðru snemma í seinni hálfleik.

Robert Sanchez, markmaður Chelsea, gerði sig síðar sekann um mjög slæm mistök sem varð til þess að Declan Rice kom boltanum í netið fyrir gestina.

Það var svo Leandro Trossard sem tryggði Arsenal stig eftir frábæra sendingu frá Bukayo Saka.

Leikurinn fjaraði fljótlega út fyrir það en bæði lið reyndu að sækja undir lokin en jafntefli varð niðurstaðan.

Hér má sjá einkunnirnar frá Sky Sports úr leiknum en Cole Palmer var valinn bestu af miðlinum að þessu sinni.

Arsenal: Raya (5); White (7), Saliba (6), Gabriel (6), Zinchenko (6); Rice (7), Odegaard (6), Jorginho (6); Saka (7), Jesus (6), Martinelli (6)

Varamenn: Tomiyasu (6), Smith Rowe (6), Nketiah (6), Trossard (8), Havertz (6)

Chelsea: Sanchez (5), Gusto (5), Silva (6), Colwill (6), Cucurella (6), Gallagher (6), Caicedo (6), Fernandez (7), Mudryk (7), Sterling (8), Palmer (8).

Varamenn: Jackson (6), Madueke (6), James (6)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona