fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Afar áhugavert og nokkuð óvænt nafn í umræðuna um næsta formann KSÍ – „Væri bara geggjað að fá hann“

433
Föstudaginn 20. október 2023 11:30

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kemur út í kvöld eins og alla föstudaga. Þættirnir eru aðgengilegir hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Í þeim fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest í viku hverri og ræða það helsta úr heimi íþrótta.

Gestur að þessu sinni er Viktor Unnar Illugason, þjálfari og hlaðvarpsstjarna. Sagði hann frá áhugaverðum sögusögnum sem hann hefur heyrt varðandi Rúnar Kristinsson.

„Ég held hann gæti líka tekið við sem formaður KSÍ,“ segir Viktor í þætti kvöldsins þegar staða Rúnars er tekin fyrir, en hann hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Fram.

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki er víst hvort Vanda Sigurgeirsdóttir gefi áfram kost á sér sem formaður KSÍ en kosið verður í febrúar.

„Ég hef aðeins heyrt um þetta. Þessir menn sem eru með mikið af slúðri hafa verið að gauka þessu að manni. Að hann hafi áhuga á þessu og að þetta gæti verið möguleiki,“ segir Viktor.

„Hann er landsliðs goðsögn og ef Vanda verður ekki áfram væri bara geggjað að fá hann.“

Umræðan um þetta er í spilaranum en þátturinn í heild er aðgengilegur frá klukkan 19 í kvöld. Hann kemur svo út í hlaðvarpsformi á helstu veitur í fyrramálið.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture