fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Aron Einar minnist systur sinnar sem lést í blóma lífsins – „Við pössum uppá litlu fjölskylduna þína“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. október 2023 20:00

Aron og Tinna á þeirra yngri árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í knattspyrnu, skrifar á Instagram fallega færslu um systur sína sem féll frá á dögunum. Tinna Björg Malmquist Gunnarsdóttir, systir Arons lést á dögunum.

Tinna var fertug þegar hún féll frá en útför hennar fór fram á Akureyri í síðustu viku. Aron Einar er sex árum yngri en Tinna.

„Elsku fallega og góða Tinna mín. Þín verður sárt saknað, þér var ætlað eitthvað meira og stærra þar sem þú ert,“ skrifar Aron á Instagram og birtir myndir með.

Tinna átti þrjú börn og ætlar Aron Einar og aðrir í fjölskyldunni að passa upp á þau. „Við pössum uppá litlu fjölskylduna þína. Hvíldu í friði elsku Tinna mín.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson)

Tinna var eins og öll hennar fjölskylda mikill Þórsari og á heimasíðu félagsins eru skrifuð falleg orð um þessa ungu konu sem fór í blóma lífsins.

„Þessi orð eiga svo vel nú á þessari sorgar – og kveðjustund þegar við Þórsarar kveðju Tinnu Björg Malmquist Gunnarsdóttur í hinsta sinn. Ræturnar hennar er svo sannarlega gamalgrónar og rekjanlegar allt til upphafsins árið 1915 og alla tíð hefur sú fjölskylda er Tinna er sprottin af, vitað hvaðan þau komu og verið í hjarta sínu Þórsari,“ segir á vef félagsins

„Við Þórsarar allir nær og fjær lútum höfði. Dómur almættisins hefur og mun alltaf verða á stundum sem þessari óskiljanlegur, enn í ljósi hans og þess að honum verður ekki breytt, trúum við því að Tinnu Björgu sé nú ætlað veigamikið hlutverk á himnum í ljósinu eilífa, og hugur okkar og innileg samúð er hjá börnum hennar Tinnu, foreldrum og systkinum.“

Minningarorð Þórsara um Tinnu má lesa hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið