fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Leggja til þessa sex áfangastaði fyrir Sancho í janúar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho er að öllum líkindum á förum frá Manchester United en Mirror greindi frá því í morgun að leikmaðurinn væri formlega kominn á sölulista. Miðillinn hefur nú tekið saman sex hugsanlega áfangastaði fyrir leikmanninn í janúarglugganum.

Sancho hefur ekki æft eða spilað með aðalliði United undanfarnar vikur eftir opinbert rifrildi sitt við Erik ten Hag eftir tap gegn Arsenal.

Ten Hag sagðist óánægður með frammistöðu Sancho á æfingum en Englendingurinn ungi svaraði honum fullum hálsi.

Hann fær ekki að snúa aftur til æfinga nema að hann biðjist afsökunar og það vill hann ekki gera, þrátt fyrir að talið sé að liðsfélagar hans hafi hvatt hann til þess.

Hér að neðan má sjá möguleikana sem Mirror tók saman.

Borussia Dortmund
Var þar áður og stóð sig vel. Þýska félagið vill hins vegar að United greiði hluta launa Sancho en hann þénar um 300 þúsund pund á viku.

Sádi-Arabía
Ensk félög hafa verið dugleg að losa launaháa leikmenn þangað og Al Ettifaq hefur sýnt Sancho áhuga.

Newcastle
Eiga peninga og geta boðið Sancho upp á Meistaradeildarbolta og að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Juventus
Ítalska stórliðið er í leit að kantmanni en launin gætu reynst vandamál.

Tottenham
Kantmennirnir Manor Solomon og Ivan Perisic eru meiddir og leitar Tottenham að manni í þá stöðu. Félagið er þá heillandi áfangastaður þessa dagana.

Nottingham Forest
United hefur áður selt og lánað leikmenn til Forest og þá spilaði Sancho undir stjórn Steve Cooper, stjóra Forest, í enska U17 ára landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Í gær

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Í gær

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn