fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Manchester United skellir verðmiða á Greenwood fyrir næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hafa æðstu menn Manchester United látið Mason Greenwood vita að hann eigi ekki afturkvæmt til félagsins þegar lánsdvöl hans hjá Getafe er lokið. United er sagt hafa ákveðið verðmiða fyrir næsta sumar þegar félagið ætlar sér að selja hann.

Eins og flestir vita hefur Greenwood ekki spilað fyrir United síðan í byrjun síðasta árs en hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Öll mál gegn honum voru hins vegar látin niður falla síðasta vetur.

United hélt innanbúðarrannsókn um málið en að henni lokinni var ákveðið að Greenwood skildi leita annað.

Hann var lánaður til Getafe á Spáni í sumar en eftir góða byrjun þar fór af stað umræða um að hann gæti snúið aftur til United næsta sumar.

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur honum hins vegar verið tjáð af United að svo verði ekki.

Samningur Greenwood við enska félagið rennur ekki út fyrr en 2025 og þarf það því að finna kaupanda eða lána hann á ný næsta sumar það sem eftir er af samningi hans.

Verði Greenwood seldur er talið að United vilji um 20-25 milljónir evra fyrir hann.

Sjálfur er Greenwood mjög ánægður í herbúðum Getafe og opinn fyrir því að vera þar áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Í gær

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal