Ljóst er að Newcastle verður fyrir miklu áfalli á næstu vikum þegar Sandro Tonali miðjumaður félagsins verður dæmdur í langt bann.
Tonali hefur viðurkennt ólögleg veðmál og meðal annars að hafa veðjað á leiki AC Milan þegar hann var leikmaður félagsins.
Fjöldi leikmanna á Ítalíu er í klandri en Newcastle reif fram háa upphæð til að fá Tonali frá AC Milan í sumar.
Fabrizio Romano segir svo frá því að ekki sé ólíklegt að stórlið Evrópu reyni að kaupa Guimaraes næsta sumar.
„Það er ekkert um Barcelona í þessari klásúlu í nýjum samningi Guimaraes við Newcastle,“ segir Romano en sú saga hefur gengið að klásúlan eigi bara við Barcelona.
„Eina klásúlan er sú að hægt er kaupa Guimaraes á 100 milljónir punda, þetta hef ég fengið staðfest.“
Búist er við að Tonali fari í nokkra ára bann og hefur verið rætt um fjögurra ára bann.