Naldo Pereira, leikmaður Antalyaspor í Tyrklandi syrgir nú þriggja ára son sinn sem lést í hræðilegu bílslysi í Tyrklandi.
Pereira er 35 ára gamall en hann og eiginkona hans Juliana Tilatti áttu soninn David.
David var í bíl sem lenti í slysi í Antalya þann 7 september. Tveir bílar og mótorhjól skullu þá saman.
David var fluttur á sjúkrahús og var á gjörgæslu í heilan mánuð en var þá úrskurðaður látinn.
Antalyaspor staðfestir fréttirnar á vefsíðu sinni og segir að félagið muni gera allt til þess að styðja við fjölskylduna á erfiðum tímum.