fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Jörundur skilur gagnrýni þjóðarinnar en bendir á staðreyndir – „Það er mjög auðvelt að detta í neikvæðnina“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 19:00

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, er nýjasti gestur sjónvarpsþáttarins 433.is sem er farinn að rúlla á ný og kemur út alla mánudaga á 433.is. Þar er farið yfir víðan völl, A-landslið karla og kvenna, yngri landslið, boltann hér heima, aðstöðumál og margt fleira.

Tímabilinu á Íslandi er nú lokið en það er þó aldrei rólegur dagur á skrifstofum KSÍ.

„Það er eiginlega aldrei dauður tími hjá okkur því nú taka við landsleikir og svo bætist við Evrópukeppni hjá Breiðabliki sem er líka partur af okkar starfsemi,“ segir Jörundur í þættinum.

Hann er ánægður með fótboltasumarið heilt yfir og hrósar sérstaklega nýju fyrirkomulagi í Lengjudeild karla þar sem lið í öðru til fimmta sæti fóru í umspil um sæti í Bestu deildinni.

„Mér fannst nýtt fyrirkomulag í Lengjudeildinni takast afskaplega vel til og mér fannst fyrirkomulagið í Bestu deild karla betra en í fyrra. Það var meiri spenna, bæði á toppi og botni, þó svo að Víkingar hafi auðvitað stungið af. Það var barátta um Evrópu og fall.“

Jörundur telur að fyrirkomulagið í Lengjudeild karla gæti verið tekið upp í 2. deild einnig.

„Ég held að þetta hafi heppnast það vel að það verði skoðað. Hvort að það muni síðan gerast veit ég ekki en þetta heppnaðist mjög vel. Þetta er eitthvað sem við munum setjast yfir.“

video
play-sharp-fill

Bjartsýnn fyrir framtíð kvennalandsliðsins

Íslenska kvennalandsliðið hefur legið undir töluverðri gagnrýni undanfarið. Jörundur skilur þá gagnrýni vel en bendir á kynslóðaskipti í liðinu meðal annars.

„Mín sýn á stöðu liðsins er sú að við erum að ganga í umskipti á leikmannahópnum. Ég hef eins og aðrir orðið var við neikvæða umræðu sem eðlilegt er að sé tekin þegar fólki finnst liðinu ekki ganga vel. En engu að síður er þetta partur af þessu, við getum ekki alltaf verið í hæstu hæðum. Við vorum á lokamóti á síðasta ári og töpuðum ekki leik þar. Á þessu ári erum við búin að spila 8-9 leiki og tapa tveimur af þeim. Erum búin að vinna sterka andstæðinga eins og Austurríki og Sviss sem dæmi.“

Jörundur er bjartsýnn fyrir framtíð kvennalandsliðsins.

„Við erum með stefnu og plan sem við erum að reyna að fylgja eftir. Það er bara eðlilegt og jákvætt að fólk sé með skoðanir á liðinu okkar. Það er mjög auðvelt að detta í neikvæðnina þegar hlutirnir eru ekki alveg eins og við viljum hafa þá. En við erum í fjórtánda sæti á heimslistanum. Það má ekki gleyma því. Ég er bjartsýnn á að við náum að spila vel úr þessu. Við erum að fá marga leikmenn upp í gegnum yngri landsliðin og sjáum að þeir leikmenn þurfa bara að taka við keflinu.

Það hefur verið gagnrýni á spilamennskuna og að við höldum ekki í boltann. Ég man ekki eftir íslensku landsliði sem var possesion lið. Við erum ekki þar en þurfum að geta gert ákveðna hluti vel. Öfugt við karlaliðið er sóknarlínan kvennamegin kannski meira vandamál en varnarlínan. Við þurfum bara að díla við það,“ segir Jörundur.

Mynd/EPA

Mikil ánægja með Hareide

Íslenska karlalandsliðið var einnig tekið fyrir í þættinum. Jörundur segir afar mikla ánægju með störf Age Hareide landsliðsþjálfara til þessa, þó svo að úrslitin hafi mátt vera hagstæðari.

„Vissulega hefðum við viljað vera með fleiri stig. Slysið í Lúxemborg var þungt, ég skal alveg viðurkenna það. En mér fannst liðið svara vel og koma til baka eftir það slys og gera vel á móti Bosníu,“ segir Jörundur sem hleður Hareide svo lofi.

„Hann hefur komið með ákveðna festu og ró og faglegheit. Hann býr náttúrulega yfir gífurlegri reynslu. Hvernig hann kemur inn í verkefni og setur þau upp. Það er alveg ljóst að hann er með gífurlega reynslu úr þessu landsliðsumhverfi sem er okkur gríðarlega mikilvægt. Ef við tökum úrslitin frá þessu erum við mjög ánægð. Auðvitað viljum við, eins og hann, hafa fleiri stig. Við verðum bara að halda áfram og styðja við þetta starf.“

Getty

Þarf að laga vallarmál strax

Vallarmálin í Laugardal hafa verið til umræðu ansi lengi en stjórnvöld virðast hafa lítinn áhuga á að bæta úr þeim. Bæði karla- og kvennalandslið Íslands gætu þurft að spila heimaleiki í umspili Þjóðadeildarinnar snemma næsta hausts á Laugardalsvelli.

„Þetta er stórt mál. Við erum í gríðarlegum vandræðum með aðstöðumálin. Það er búin að vera umræða um þetta í mörg ár og við erum enn á sama stað. Núna er staðan bara sú að A-landslið kvenna gæti þurft að spila í febrúar. Karlalandsliðið gæti spilað í umspili í mars,“ bendir Jörundur á.

„Þetta er því miður grafalvarleg staða. Við erum búin að reyna að koma skilaboðunum á þann stað sem hlutirnir geta gerst. En það virðist ekki vera hljómgrunnur fyrir því að ráðast í eitthvað eins og staðan er núna.

Maður spyr sig hvað þetta á að vera svona lengi. Hvenær ætlum við að gera bragarbót á þessum málum? Það er ekki nóg að setja þetta bara í einhverjar nefndir og hugsa þetta og bíða með að taka ákvarðanir. Það hefði átt að gera þetta í sama ferli og þjóðarhöll í handbolta og körfubolta. Gera þetta allt í einu.“

Það gæti verið að það þurfi að láta það duga í bili að leggja nýtt undirlag á Laugardalsvöll, þar hefur hybdrid gras sem og gervigras komið til tals.

„Í draumaheimi viljum við ekki gervigras. En við búum hér og þurfum að geta brugðist við,“ segir Jörundur.

Hann er jákvæðari fyrir Hybryd grasi.

„Það þarf að skoða það. Mér finnst geggjað að sjá þessa tilraun í Kaplakrika sem vonandi nýtist öllum öðrum.“

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Mikið og gott starf á bak við tjöldin

Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að gera starfið á bak við tjöldin í Laugardalnum faglegra og er Jörundur ánægður með hvernig til hefur tekist.

„Við höfum tekið stór skref. Arnar Þór kom inn sem yfirmaður knattspyrnumála og gerði mjög vel. Við fórum í að búa okkur til stefnu og plan. Við bjuggum til landsliðsstiga sem við erum að fylgja og samræmum allt sem við erum að gera, tæknibúnað og annað. Við viljum vera svolítið leiðandi í þessu. Ég held að við séum á góðum stað en við viljum gera betur,“ segir Jörundur.

„Við erum alltaf að skoða hvað við getum gert betur. Sem dæmi höfum við fækkað í starfsliði á sumum stöðum, eins og með farastjórn, þjálfarar hafa bara tekið hana að sér. Í staðinn geta þeir tekið að sér aukafólk sem nýtist liðinu betur, eins og aðstoðarþjálfun, leikgreinendur, styrktarþjálfara.“

Viðtalið við Jörund í heild er í spilaranum hér ofar.

Sjónvarpsþátturinn 433.is og aðrir þættir á vegum síðunnar eru einnig aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum undir „433.is“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú besta framlengir við Blika

Sú besta framlengir við Blika
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Kókaín Coote rekinn úr starfi

Kókaín Coote rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Sonur stórstjörnurnar birti myndband af heimili þeirra – Vekur gríðarlega athygli

Sonur stórstjörnurnar birti myndband af heimili þeirra – Vekur gríðarlega athygli
Hide picture