fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Goðsögnin heldur starfinu þrátt fyrir ömurlegt gengi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Andrea Pirlo hjá ítalska félaginu Sampdoria er ekki í hættu þrátt fyrir að liðið hafi verið í tómu tjóni í ítölsku B-deildinni það sem af er leiktíð.

Pirlo, sem er algjör goðsögn í ítölskum fótbolta, tók við sem stjóri Sampdoria eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Það hefur hins vegar ekkert gengið í B-deildinni og er liðið með 4 stig í næstneðsta sæti eftir níu leiki.

Einn af eigendum félagsins segir starf Pirlo þó ekki í hættu.

„Andrea verður áfram okkar leiðtogi. Hann kemur okkur aftur upp. Hann er stórkostlegur stjóri,“ segir Matteo Manfredi.

Pirlo lék á ferlinum fyrir lið á borð við Juventus, AC Milan og Inter. Þá hefur hann verið við stjórnvölinn hjá Juventus og Fatih Karagumruk í Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona