fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þetta er upphæðin sem Ratcliffe borgar fyrir 25 prósenta hlut í United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. október 2023 14:30

Ratcliffe fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe mun eignast 25 prósenta hlut í Manchester United á næstu vikum. Stjórn félagsins mun kjósa um það í vikunni.

Sky Sports News segir að Ratcliffe muni borga 1,3 milljarð punda fyrir þann hlut í félaginu.

Sheik Jassim bauð rúma 5 milljarða punda í félagið en vildi eignast það allt. Hann var ekki til í neitt annað.

Ekki er vitað í hvað fjármunirnir frá Ratcliffe verða notaðir, hvort eitthvað fari í rekstur United eða allt í vasann hjá Glazer fjölskyldunni.

Ratcliffe mun stjórna öllu sem kemur að fótboltanum ef marka má fréttir en Glazer fjölskyldan hefur átt félagið frá 2005 og er mjög umdeild á meðal stuðningsmanna United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth