fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þetta er það sem Gylfi hugsaði um í gegnum erfiða tíma – „Ef það hefði ekki verið möguleiki þá hefði ég eflaust verið heima“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. október 2023 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yndislegt,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við 433.is eftir að hafa slegið markametið hjá íslenska landsliðinu í kvöld. Í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í tæp þrjú ár þá skoraði Gylfi tvö mörk í 4-0 sigri á Liechtenstein.

Með mörkunum tveimur hefur Gylfi því skorað 27 mörk fyrir Ísland og bætti þar með mat Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar sem báðir skoruðu 26 mörk fyrir liðið.

„Mjög ánægður, loksins að ná metinu. Ég hef beðið eftir þessu lengi og það var erfitt að spila ekki í tvö ár,“ sagði Gylfi Þór sem segist hafa hugsað um metið í gegnum þá erfiðu tíma þegar hann var í farbanni í Bretlandi.

„Ég hef hugsað um þetta lengi, að spila með strákunum og Íslandi var það sem mig langaði að gera.“

Hann segir að endurkoma í landsliðið hafi verið stærsta ástæða þess að hann ákvað að spila fótbolta aftur. „Ef það hefði ekki verið möguleiki þá hefði ég eflaust verið heima að horfa á leikinn í kvöld.“

Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í rúm tvö ár. „Mér líður mjög vel, kuldinn hafði áhrif á vöðvana í fyrri leiknum. Leikurinn í kvöld var hægur og ekki mjög erfiður, fínn leikur fyrir mig til að byrja fyrsta leikinn.“

Viðtalið er í heild hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni