fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Birtir myndir af Gylfa Þór beint eftir endurkomuna í landsliðið sem bræða hjartað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár á föstudaginn, Gylfi fékk frábærar móttökur á Laugardalsvelli þegar hann kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg.

Gylfi Þór ákvað að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eftir tvö ár frá leiknum og hefur í aðdraganda þess mikið talað um að dóttir sín hafi hjálpað sér í gegnum árin tvö þar sem hann var í farbanni í Englandi.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Gylfi hafi beint eftir leik farið til hennar og fallist í faðma hennar eftir endurkomuna í landsliðið. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa birti myndir af því á Instagram.

Instagram/Alexandra Helga

Dóttir Gylfa og Alexöndru var þarna að sjá pabba sinn spila landsleik í fyrsta sinn en Gylfi er að flestra mati besti landsliðsmaður sögunnar.

Gylfi hefur skorað 25 mörk fyrir landsliðið og þarf því að skora tvö til viðbótar til að bæta markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar.

Gylfi fær gott tækifæri til þess í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein en ekki er útilokað að hann byrji þann leik.

Instagram/Alexandra Helga
Instagram/Alexandra Helga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Í gær

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Í gær

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel