Brandon Vazquez, leikmaður FC Cincinnati, er búinn að ákveða það að yfirgefa félagið fyrir stærra lið í Evrópu.
Um er að ræða einn mest spennandi leikmann MLS deildarinnar en hann er 25 ára gamall og hefur skorað 16 mörk í 35 leikjum á tímabilinu.
Vazquez á að baki átta landsleiki fyrir Bandaríkin og hefur skorað fjögur mörk en hann hóf feril sinn í Mexíkó.
Um er að ræða fjölhæfan sóknarmann sem er með það markmið að spila á HM 2026 með Bandaríkjunum.
,,Ferill knattspyrnumanns er ekki langur og eitt af mínum markmiðum er að spila í Evrópu,“ sagði Vazquez.
,,Ef ég vil komast í hópinn fyrir HM 2026 þá þarf ég að spila í einni af bestu deildum heims.“