Cristiano Ronaldo hefur staðfest það að hann ætli sér að spila með portúgalska landsliðinu á EM 2024.
Mótið fer fram á næsta ári en Ronaldo verður þá 39 ára gamall en er ekki að horfa á það að leggja skóna á hilluna.
Ronaldo er í dag leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu eftir mjög langan feril í Evrópu með Sporting, Manchester United, Real Madrid og Juventus.
Flestir bjuggust við að Ronaldo hefði spilað sitt síðasta EM árið 2021 en hann er hvergi nærri hættur.
,,Ég vona að ég verði með á EM 2024, það er enn langur tími í það. Ég vona að ég sleppi við meiðsli, ég vil spila,“ sagði Ronaldo.
Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Portúgal á dögunum er liðið vann Slóvakíu 3-2 í undankeppni EM.