fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Rapparinn vill fá fimm milljónir frá fyrrum stjörnunni: Segist hafa fundið hundinn hans – ,,Hann á engan pening inni hjá okkur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefru svarað fyrir sig eftir ásakanir rapparans Foster Washington eða Killa Fame.

Washington ásakar Sturridge um að skulda sér háa upphæð eða 30 þúsund pund fyrir að finna hund þáverandi leikmannsins, Lucci.

Sturridge bauðst opinberlega til að borga 30 þúsund pund í fundarlaun fyrir Lucci. Washington segist vera sá sem fann hundinn og sá til þess að hann kæmist örugglega heim.

Washington ætlar nú að kæra Sturridge og vill fá upphæðina borgaða en sá síðarnefndi kemur af fjöllum – atvikið átti sér stað fyrir fjórum árum.

Sturridge segist hafa borgað ungum dreng fyrir að skila Lucci heim og þá að hann skuldi Washington ekki eina krónu.

,,Fréttirnar í gær, þetta er í fyrsta sinn sem ég og mín fjölskylda fréttum af þessum einstaklingi reyna að kúga fé af okkur í langan tíma,“ sagði Sturridge.

,,Þetta er eitthvað sem gerðist fyrir fjórum árum. Ég borgaði unga stráknum sem fann hundinn, hann var hæstánægður með verðlaunin sem og mín fjölskylda sem fékk Lucci aftur heim.“

,,Þessi einstaklingur sem er að heimta fundarlaun á engan pening inni hjá okkur, ég er nú þegar búinn að borga stráknum sem fann Lucci.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar