fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

„Ég elska að spila með Gylfa, ég elska að hann sé kominn aftur til baka“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. október 2023 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði viljað koma inn á sama tíma,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, léttur um þær móttökur sem Gylfi Þór Sigurðsson fékk þegar hann snéri aftur í íslenska landsliðið á föstudag.

Áhorfendur á Laugardalsvelli fögnuðu ákaft þegar Gylfa var skipt inn gegn Lúxemborg sem var hann fyrsti landsleikur í tæp þrjú ár.

„Hann á það skilið að fá þessar móttökur. Ég elska að spila með Gylfa, ég elska að hann sé kominn aftur til baka. Hann lyftir öllum upp, á æfingum og á hótelinu.“

„Hann er með þannig nærveru að menn vilja læra af honum og með honum. Hvað getur maður sagt meira um gæjann? Hann átti þetta skilið, hann er að verða betri með hverri æfingunni.“

Aron segir að það sé verkefni fyrir sig, Gylfa og aðra eldri leikmenn að skóla yngri leikmenn liðsins til.

„Við erum með marga leiki undir beltinu. Við tókum oft leiki og kláruðum þá. Það er undir okkur komið að vera leiðandi í því. Þetta er verkefni fyrir okkur líka, mér finnst þeir gefa orku líka. Þeir eru alveg að ýta okkur á æfingum, þó gamlir vinni oftast þá gefa þeir okkur orku. Það er okkar verkefni að leiða þá, kenna þeim í að klára svona leiki. Það er undir okkur komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola