Malo Gusto, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi búist við erfiðleikum félagsins á þessu tímabili.
Chelsea hefur ekki byrjað tímabilið mjög sannfærandi og er í miklum erfiðleikum með að skora mörk.
Gusto er að spila sitt fyrsta tímabil með Chelsea en bakvörðurinn var varaður við áður en hann kom til félagsins.
,,Áður en ég skrifaði undir hjá Chelsea þá kynntist ég þessu verkefni, þú áttar þig á stöðunni,“ sagði Gusto.
,,Þetta hefur ekki beint komið mér á óvart, stjórnin sagði við mig að það væri verið að horfa til framtíðar og að þetta myndi taka tíma.“
,,Við erum að reyna að búa til liðsheild, við viljum koma Chelsea á þann stað þar sem Chelsea á að vera, að berjast um alla titla.“