fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Telur að Davíð þurfi að ganga inn á skrifstofu og berja í borð eftir að þetta birtist í Mogganum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson var hneykslaður þegar hann skoðaði lið tímabilsins í Bestu deild karla að mati Morgunblaðsins. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni.

Tímabilið kláraðist um síðustu helgi og að vanda valdi Morgunblaðið lið ársins. Valið fer eftir svokallaðri M-gjöf sem er eftir leiki.

„Ef Davíð Oddsson mætir ekki inn á íþróttadeildina á morgun og rífur í gikkinn þá veit ég ekki hvað. Þetta er bara grín,“ sagði Kristján harðorður um lið ársins hjá Mogganum.

Hann taldi upp nokkur atriði úr liðinu.

„Mathias Rosenörn úr Keflavík er í markinu. Hann vann tvo fótboltaleiki,“ sagði hann. „Það er ekki einn Víkingur í vörninni, ekki einn.“

Kristján Óli Sigurðsson

Kristján hélt áfram.

„Á miðjunni er Davíð Snær í FH, sem endar í fimmta sæti. Svo eru Eggert Aron og Aron Jó sem voru í liðinu hjá okkur og Pablo Punyed.“

Kristján hvetur Morgunblaðið til að leggja M-gjöfinni á næstu leiktíð og nota þess í stað Fotmob-appið.

„Ég legg til á næsta ári að Mogginn noti þetta app, taki þessa M-gjöf og hendi henni þar sem sólin skín ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu