fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Niðurstaðan vonbrigði í Laugardal þrátt fyrir frábæran fyrri hálfleik

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tók á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld.

Strákarnir okkar þurftu nauðsynlega á sigri að halda og var fyrri hálfleikurinn frábær. Var Ísland með öll völd á vellinum og komst verðskuldað yfir á 23. mínútu með marki Orra Steins Óskarssonar eftir glæsilegt samspil.

Ísland leiddi í hálfleik en gestirnir komu mun sterkari til baka í þann seinni og íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni fyrir hlé.

Gerson Rodrigues jafnaði fyrir Lúxemborg á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.

Íslenska liðið reyndi að finna sigurmark þegar leið á en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1.

Úrslitin þýða að Ísland er með 7 stig eftir sjö leiki, 6 stigum frá öðru sæti undanriðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er