fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Gylfi þór ræðir endurkomuna í Laugardalinn: Svekktur með úrslitin en segir yndislegt að finna stuðningninn – „Það er fátt skemmtilegra en að spila hér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur með jafntefli íslenska landsliðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í undakeppni EM í kvöld. Hann er þó sáttur með að vera snúinn aftur.

„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við ferskir fram á við, sérstaklega svona fyrstu 35 mínúturnar. Við sköpuðum færi til að skora annað markið. Það var gríðarlega svekkjandi og lélegt hjá okkur að klára þetta ekki,“ segir Gylfi við 433.is.

Gylfi var að spila sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember 2020 og var að vonum glaður með að snúa aftur á Laugardalsvöll í landsliðsbúningnum. Móttökurnar skemmdu þá ekki fyrir.

„Þetta var auðvitað frábært og yndislegt, geggjaðar móttökur. Það er auðvitað gaman að vera kominn aftur. En það er svekkjandi að kvöldið endi svona,“ segir Gylfi.

„Það er fátt skemmtilegra en að spila hér á kvöldin undir flóðljósunum,“ sagði Gylfi að endingu, en ítarlegra viðtal má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt