fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Einkunnir úr Laugardalnum þegar Ísland fór illa að ráði sínu – Arnór Sig besti maður vallarins

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. október 2023 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tók á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld.

Strákarnir okkar þurftu nauðsynlega á sigri að halda og var fyrri hálfleikurinn frábær. Var Ísland með öll völd á vellinum og komst verðskuldað yfir á 23. mínútu með marki Orra Steins Óskarssonar eftir glæsilegt samspil.

Ísland leiddi í hálfleik en gestirnir komu mun sterkari til baka í þann seinni og íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni fyrir hlé.

Gerson Rodrigues jafnaði fyrir Lúxemborg á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Íslenska liðið reyndi að finna sigurmark þegar leið á en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1.

Einkunnir frá 433.is eru hér að neðan.

Rúnar Alex Rúnarsson 5
Gat afskaplega lítið gert í markinu.

Alfons Sampsted 5
Byrjaði vel en fékk högg og datt að því virtist aðeins úr takti við það.

Sverrir Ingi Ingason 5
Flottur fyrri hálfleik en var í talsverðum vandræðum í þeim síðari.

Guðlaugur Victor Pálsson 5
Líkt og aðrir leikmenn þá gerðist minna þegar líða fór á leikinn.

Kolbeinn Birgir Finnsson 5
Góður framan af leik en líkt og liðið ekki í takt þegar líða tók á leikinn.

Willum Þór Willumsson (´70) 5
Byrjaði leikinn vel en það fjaraði fljótt undan því og hann var lítið í boltanum.

Ísak Bergmann Jóhannesson (´70) 5
Átti ágætis fyrri hálfleik en í síðari hálfleik fór hann of mikið í að spyrna boltanum langt sem skilaði engu.

Arnór Ingvi Traustason 5
Verið frábær undanfarið en fann sig ekki í dag

Arnór Sigurðsson (´85) 7 – Maður leiksins
Algjörlega frábær í fyrri hálfleik, með sjálfstraust og lagði upp markið sem var vel gert. Fann sig ekki í seinni hálfleik

Hákon Arnar Haraldsson 6
Virkilega góður í fyrri hálfleik eins og allir fremstu menn Íslands þá virtist allt detta úr sambandi í þeim seinni.

Orri Steinn Óskarsson (´70) 7
Gjörsamlega frábær í fyrri hálfleik en eins og hjá öðrum þá gaf hann eftir í þeim síðari og fékk úr litlu að moða. Tók markið sitt vel

Varamenn:

Gylfi Þór Sigurðsson (´70) 5
Frábært að sjá Gylfa aftur en náði ekki að breyta neinu.

Alfreð Finnbogason (´70) 5
Komst lítið í takt við leikinn.

Jón Dagur Þorsteinsson (´70) 6
Sprengdi þetta aðeins upp en það dugði ekki til. Fékk dauðafæri til að skora.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt