fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Bjartsýni fyrir kvöldinu en tap setur okkur aftur á byrjunarreit – „Þá er kominn meðbyr“

433
Föstudaginn 13. október 2023 13:00

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íslenska karlalandsliðið mætir Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld. Leikurinn var til umræðu í Íþróttavikunni sem kemur út á 433.is og í Sjónvarpi Símans í kvöld. Þar er fjölmiðlastjarnan Tómas Steindórsson gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.

Íslenska liðið er komið með bakið upp við vegg eftir slæma byrjun í riðlinum en liðið vann þó Bosníu í síðasta leik undankeppninnar.

„Ef við vinnum Lúxemborg, svo vinnum við auðvitað Liechtenstein, er þá ekki kominn smá meðbyr aftur?“ spurði Helgi í þættinum.

„Ef við vinnum Lúxemborg og sýnum góða frammistöðu þá er kominn meðbyr,“ sagði Hrafnkell, en bæði hann og Tómas spá Íslandi sigri í kvöld.

„Með tapi færum við svolítið aftur á byrjunarreit eftir Bosníusigurinn,“ skaut Helgi inn í en það er nauðsynlegt að vinna í kvöld.

Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
Hide picture