fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Samkvæmt ströngustu reglum má Bjarki Gunnlaugsson ekki starfa sem umboðsmaður á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Gunnlaugsson, umboðsmaður hjá Stellar Nordic hefur ekki staðist umboðsmannapróf KSÍ og má því strangt til tekið ekki starfa sem slíkur hér á landi fyrr en hann stenst það.

Aðeins sex umboðsmenn eru nú skráðir hér á landi en nýjar reglur FIFA gera það verkum að umboðsmaður knattspyrnumanna þarf að standast próf hjá knattspyrnusamböndum.

„Þú þarft að vera búinn að taka prófið, hann er ekki kominn í gegnum það ferli,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ sem sé um málefni umboðsmanna hér á landi.

Sex umboðsmenn eru skráðir hjá KSÍ sem eru með leyfi sitt í gegnum KSÍ, fleiri eru þó starfandi með íslenska leikmenn og hafa tekið prófið á öðrum stöðum.

Haukur segir að prófið hafi farið fram í apríl og aftur í september, en aftur fari fram próf í maí þar sem Bjarki geti öðlast sín réttindi.

Eftir að FIFA breytti reglunum sínum þá hefur verið svakalegt fall á heimsvísu á meðal umboðsmanna sem reyna að fá réttindi sín. „Samkvæmt nýjustu reglum þá máttu ekki veita þjónustu sem umboðsmaður ef þú ert ekki með þetta próf,“ segir Haukur en segir að gamlir samningar sem umboðsmenn hafi hjálpað til við séu áfram í gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar