fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Rúnar opnar sig um brotthvarfið: Rakst á formanninn sem fór með hann afsíðis – „Þetta virkar bara svona á Íslandi stundum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum ákvað stjórn KR að nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla yrði það síðasta með goðsögnina Rúnar Kristinsson í brúnni. Ákvörðunin hefur þótt umdeild á meðal einhverra en Rúnar skilur við uppeldisfélagið á góðum nótum.

Ákveðið var að framlengja ekki samning Rúnars við KR en sá samningur var aðeins út leiktíðina 2023. Rúnar hafði stýrt KR frá 2017 en þar áður frá 2010 til 2014. Margir hafa gagnrýnt hvernig KR stóð að brotthvarfi Rúnars.

„Við getum alltaf farið í einhver smáatriði. Ég átti ágætis fund með formanninum þar sem við vorum að tala um framtíðina og út frá þeim fundi hélt ég að ég fengi nú kannski nýjan samning. En svo liðu tíu dagar og stjórnin ætlaði að hittast. Svo rekst ég á formanninn inn í félagsheimili KR og hann spyr mig hvort ég eigi tvær mínútur. Við fórum bara inn í bikaraherbergi KR, þar sem allir fundir fara fram, áttum 4-5 mínútna spjall þar sem hann tjáði mér að félagið vildi gera breytingar í þjálfarateyminu,“ segir Rúnar í hlaðvarpinu Mín Skoðun með Valtý Birni á Brotkast.is.

Rúnari var ekki tilkynnt ákvörðunin á formlegum fundi félagsins en erfir það ekki við stjórnendur.

„Minn samningur er að renna út og ég get ekki ætlast til að fá samning áfram. Samningar renna bara út. Þeir ákváðu að fara nýjar leiðir og ég get ekkert kvartað yfir því. En einhverjir hefðu kvartað yfir því að maður sé ekki boðaður á einhvern fund til að manni sé tilkynnt þetta. Ég er ekkert að gera veður út af því. Þetta virkar bara svona á Íslandi stundum. Ég er úti í KR alla daga og ég ætla ekki að kvarta yfir því að ég fái ekki formlegt bréf þar sem mér er tjáð að það sé fundur með formanninum. Ég er ekki þar.“

Rúnar skilur við KR í góðu og horfir með hlýju á tímann þar. Hann veit ekki hvað tekur við eða hvort það verði innan fótboltans eða utan hans.

„Ég er búinn að hugsa þetta núna í einhvern tíma. Maður er svo tryggur sínu félagi að ef mér hefði verið boðinn nýr samningur hefði ég tekið því. En í rauninni er búinn að hjálpa manni að taka ákvörðunina um að vera ekki áfram. Einhvern tímann þarf maður að prófa eitthvað nýtt. Ég hefði átt mjög erfitt með að labba sjálfur til formannsins og segjast ekki hafa áhuga á að vera áfram. Það er kannski heldur ekkert gott fyrir mig að ílengjast þar. Það verður gott fyrir mig að skoða önnur félög á Íslandi eða fara að gera bara allt aðra hluti,“ segir Rúnar Kristinsson.

Hér að neðan má sjá brotið úr þættinum þar sem þetta er rætt. Hægt er nálgast allan þáttinn með því að kaupa áskrift inn á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar