Yfirmenn deildarinnar í Sádí Arabíu halda dyrunum opnum fyrir Mohamed Salah kantmann Liverpool að koma til landsins og spila þar.
Salah fékk tilboð frá Sádí Arabíu í sumar en Liverpool neitaði að selja hann, talið er líklegt að Sádarnir reyni aftur næsta sumar.
„Mo er velkomin hvenær sem er, það er samt ekki pressa á neinum að koma hingað,“ segir Emenalo sem er stjórnarformaður deildarinnar.
Miklir fjármunir eru í Sádí og þar er hægt að þéna miklu hærri upphæðir en annars staðar.
„Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér sjálfum.“
„Ef fólk vill koma hingað og það er tækifæri til að vinna með félagi hérna, þá myndum við glaðir taka á móti honum.“