U17 ára landslið karla tapaði 0-3 gegn Sviss í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024.
Riðillinn fer fram á Írlandi, en ásamt Íslandi og Sviss eru Írland og Armenía í honum.
Næsti leikur Íslands í riðlinum verður á laugardag þegar liðið mætir Írlandi.
Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðla undankeppninnar ásamt þeim fimm liðum sem verða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna.