fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hefur verið áreitt eftir að heimildarmyndin kom út – Svarar fyrir hvort saga hennar um ástarlotur með Beckham séu sannar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmynd um líf David Beckham hefur vakið gríðarlega athygli en þeir komu út á Netflix í síðustu viku og þar er farið yfir líf Beckham og Victoria Beckham.

Eitt af því sem vekur mesta athygli í þáttunum er þegar hjónin ræða um framhjáhald David þegar þau bjuggu á Spáni.

Árið 2003 flutti David til Spánar til að spila með Real Madrid. Á þeim tíma áttu þau tvo syni og var Victoria eftir í Bretlandi til að hugsa um drengina. Seinna sama ár fór þrálátur orðrómur á kreik um að knattspyrnumaðurinn hafi haldið framhjá.

Hjónin nefna ekki konurnar á nafn, en Rebecca Loos og Sarah Marbeck hafa báðar haldið því fram að þær hafi stundað kynlíf með fyrrverandi knattspyrnumanninum á þessum tíma. Málið rataði í fjölmiðla og stuttu seinna flutti Victoria til Spánar.

Framhjáhaldið með Loos vakti gríðarlega athygli en hún starfaði fyrir fjölskylduna. Eftir að þættirnir komu út hefur Loos verið áreitt mikið á samfélagsmiðlum.

Á Instagram síðu hennar er mikil umræða og skrifar einn aðili að Beckham hjónin hafi hvergi í þáttunum sagt að sagan væri sönn, aðeins að þetta hafi verið erfiður tími.

Næsti aðili bendir á að ef sagan væri ekki sönn þá hefðu Beckham hjónin svo sannarlega lögsótt Loos fyrir sögu sína, undir þetta tekur hún á Instagram síðu sinni og heldur því fram að sagan sé sönn.

Victoria ræðir málið í þáttunum. „Þetta var svo erfiður tími því okkur leið eins og heimurinn væri á móti okkur,“ segir hún.

„En ef ég á að vera hreinskilin þá vorum við á móti hvort öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“