Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, varð fyrir harkalegu áreiti á netinu eftir færslu sem hann birti á Instagram.
Þar segist Zinchenko standa með Ísrael og styður landið eftir árás Palestínumanna inn í landið á dögunum.
,,Ég stend með Ísrael,“ birti Zinchenko á Instagram síðu sína en hann er frá Úkraínu sem er sjálft í stríði við Rússland.
Margir hafa gagnrýnt þessi opinberu ummæli Zinchenko sem þurfti að læsa Instagram aðgangi sínum og eyddi svo færslunni.
Ísrael og Palestína hafa lengið verið í miklum deilum og er það fyrrnefnda nú í miklum hefndarhug.
Mikið af fólki hefur sýnt Ísrael stuðning opinberlega en að minnsta kosti 232 eru látnir eftir sprengjuárásina.