Margir stuðningsmenn Inter Milan eru enn bálreiðir út í sóknarmanninn Romelu Lukaku sem yfirgaf félagið í sumar.
Lukaku var í láni hjá Inter frá Chelsea en frekar en að semja endanlega hjá félaginu gekk hann í raðir Roma.
Roma mætir einmitt Inter þann 29. október og ætla hörðustu stuðningsmenn Inter að mæta grimmir til leiks.
Það verður baulað á Lukaku í hvert sinn sem hann fær boltann og þá fá 50 þúsund vallargestir flautu til að láta í sér heyra.
Inter ‘Ultras’ eins og hópurinn er oft kallaður hefur keypt 50 þúsund flautur i von um að sýna Lukaku ákveðið hatur eftir ákvörðun sumarsins.