„Stöðugleiki,“ segir Erik Ten Hag um hvert vandamál Manchester United sé þessa dagana, United er í tómu tjóni í upphafi leiktíðar.
United hefur tapað fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins og er í veseni, liðið mætir Brentford á heimavelli á morgun.
„Þetta er vandamálið, stóran hluta af leikjum þá erum við að gera alla hlutina rétt. Það koma svo augnablik þar sem við erum í veseni.“
„Á þannig augnablikum er erfitt að sigra, að halda samskiptum í lagi innan vallar og halda skipulagi.“
„Lykilatriði eru ekki að falla með okkur, við töpum. Í 95 prósent af leiknum þá erum við lið en við verðum að stíga upp.“
Starf Ten Hag er í hættu eftir slæma byrjun og tap á morgun gæti búið til mikla pressu á honum.