fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Prettyboitjokko með sleggju og kallar hann trúð – „Hvað gerir hann? Fer í stríð við Albert, ertu hálfviti?“

433
Föstudaginn 6. október 2023 11:00

Patrik Atlason. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan verður á dagskrá í kvöld á 433.is og sjónvarpi Símans en það er Patrik Atlason, einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi sem er gestur þáttarins þessa vikuna.

Prettyboitjokko hefur gefið út mörg ansi vinsæl lög síðustu mánuði en hann var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og ræðir feril sinn og lífið í þættinum.

Í þættinum er einnig farið yfir allar helstu fréttir vikunnar og rætt um íslenska landsliðið sem kemur saman eftir helgi.

Patrik fór að velta fyrir sér þjálfaramálum liðsins en Age Hareide er með samning út þessa undankeppni. „Ég held að það sé alveg hægt, maður er að hugsa um þessar þjálfararáðningar. Hvað er það besta í stöðunni,“ segir Patrik

video
play-sharp-fill

„Mér finnst eins og Rúnar eigi eftir að taka við landsliðinu, hann á eftir að gera eitthvað,“ sagði Patrik og á þar við um Rúnar Kristinsson.

Patrik var einnig heitt í hamsi og fór að ræða Arnar Þór Viðarsson sem rekinn var snemma á árinu og segir að mistök hans hafi verið að fara í stríð við Albert Guðmundsson.

„Hvað gerir hann? Fer í stríð við Albert, eru hálfviti? Hann hélt að hann væri stærri en liðið, það eru leikmenn sem eru stjörnurnar. Þú ert bara þjálfari.“

„Arnar Viðars virkar á mig sem mesti trúður sem ég hef séð, hvernig hann ber sig í viðtölum. Alltaf í vörn, trúður sko.“

Ekki missa af Íþróttavikunni í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
Hide picture