Á Tik Tok rás hlaðvarpsþáttarins Dr Football má sjá myndband þar sem Arnar Grétarsson þjálfari Vals tekur ekki í höndina á aðstoðarmanni sínum, Sigurði Heiðari Höskuldssyni.
Rætt var um málið í Dr. Football í dag en myndbandið hefur farið manna á milli síðustu daga og vakið athygli
„Þetta myndband sem er að ganga alls staðar, Arnar tekur ekki í höndina á Sigga Höskulds,“ segir Hjörvar en umrætt atvik átti sér stað eftir sigur Vals á Breiðabliki fyrir rúmri viku.
„Þetta er það sem ég fíla við Arnar Grétarsson, hann er ekkert „Látum hlutina líta út eins og við séum bestu vinir“.
„Það er enginn leikþáttur í gangi.“
Umrætt atvik er hér að neðan.
@drfootballpodcastPUT IT ON MY TIKTOK