fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Óskar telur Blika hafa átt meira skilið í kvöld – „Það þýðir ekkert að hugsa út í það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. október 2023 19:04

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svekktur. Mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Stöð 2 Sport eftir tap gegn Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni í kvöld.

Um hörkuleik var að ræða en Úkraínumenn fóru með 0-1 sigur af hólmi frá Laugardal.

„Spilamennskan á köflum var frábær en kannski upp að síðasta þriðjungi og teignum hjá þeim liðum við fyrir slæmar ákvarðanir. Það sem þeir gera í þessum leik er að skapa sér færi úr skyndisóknum eftir að við pössum ekki nógu vel upp á boltann. Það er lærdómur.“

Breiðablik er enn án stiga eftir tvo leiki í riðlinum en Óskar telur liðið eiga skilið að vera með fleiri.

„Akkúrat á þessum degi upplifðum við okkur sterkari og því er svekkjandi að fá ekkert úr þessum leik. En það þýðir ekkert að hugsa út í það.“

Næsti leikur Blika í Sambandsdeildinni er 26. október gegn Gent á útivelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“