fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Sturluð stemming þegar Newcastle lék sér að stórstjörnum – Dramatískur sigur City

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 21:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld en um var að ræða aðra umferð í riðlakeppni. Hæst bar þar magnaður sigur Newcastle á PSG á Englandi.

Sigur Newcastle var aldrei í hættu en Newcastle er óvænt á toppnum í afar sterkum riðli. Manchester City vann svo dramatískan sigyr,

E-riðill:

Í E-riðili vann Atletico Madrid góðan sigur á Feyenoord þar sem gestirnir komust yfir með sjálfsmarki. Alvaro Morata var hins vegar í stuði og skoraði tvö mörk og Antoine Griezmann skoraði eitt í 3-2 sigr.

Í hinum leik riðilsins gerðu vann Lazio nauman og dramatískan sigur á Celtic.

F-riðill:

Það var sturluð stemming á heimavelli Newcastle þegar stórstjörnur PSG komu í heimsókn. Newcastle var betra frá fyrstu mínútu og það skilaði sér í marki frá Miguel Almiron eftir sautján mínútna leik.

Dan Burn kom Newcastle í 2-0 áður en Sean Longstaff kom heimamönnum í 3-0. Ótrúleg staða og stemmingin á vellinum var hreint ótrúleg.

Lucas Hernandez lagaði stöðuna fyrir PSG en nær komust gestirnir ekki. Það var svo í uppbótartíma sem Fabian Schar tryggði Newcastle ótrúlegan 4-1 sigur.

Í sama riðli gerðu Dortmund og AC Milan markalaust jafntefli.

Getty Images

G-riðill:

Manchester City vann dramatískan sigur í Þýskalandi eftir tvö töp í röð á Englandi en liðið heimsótti RB Leipzig. Phil Foden kom City yfir en heimamenn jöfnuðu.

Það var hins vegar Julian Alvarez sem kom City yfir þegar lítið var eftir og Jeremy Doku bætti við því þriðja þegar lítið var eftir.

Í sama riðli ger Young Boys og Rauða stjarnan jafntefli.

H-riðill:

Það var ekki mikið að frétta í H-riðili en Barcelona vann þó 0-1 sigur á Porto þar sem Ferran Torres skoraði markið. Í hinum leiknum vann Shaktar Donets sigur á Royal Antwerp

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Í gær

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern

Enn einn leikmaðurinn hafnar Bayern