fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Lögreglumaður mætti á skrifstofu Þróttar: Vallarstjóranum verður vísað úr landi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður mætti á skrifstofu Þróttar á dögunum og tilkynnti félaginu að búið væri að kaupa flugmiða fyrir Isaac Kwateng og til stæði að flytja hann af landi brott þann 16. október næstkomandi.

Fjallað er um málið á heimasíðu Þróttar þar sem fram kemur að félaginu þyki afskaplega leitt að tilkynna að enn einn steinninn hafi verið lagður í götu hans.

„Isaac er enn í starfi vallarstjóra Þróttar og hefur verið frá byrjun árs 2022, ásamt því að vera leikmaður varaliðs meistaraflokks karla. Á sex mánaða fresti hefur félagið endurnýjað umsókn hans um dvalar- og atvinnuleyfi og einmitt núna er slík endurnýjun í gangi og beðið er niðurstöðu. Fram að þessu vorum við bjartsýn enda hafa engar forsendur breyst hvað vinnu hans varðar fyrir félagið,“ segir í tilkynningu Þróttar.

Þá er bent á að umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt sé enn óafgreidd en vonir standi til að hún verði tekin fyrir á Alþingi í desember.

„Okkur rennur blóðið til skyldunnar að upplýsa ykkur kæra samfélag um stöðu þessa máls. Ekki síst þar sem mörg hundruð ykkar komuð saman og sýnduð Isaac svo fallegan stuðning á Avis-vellinum í lok júlí síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni á vef Þróttar. Þar segir enn fremur:

„Okkur þykir ótrúlegt að honum dugi ekki að borga hér skatta og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Í von um að réttlætið myndi sigra hefur Isaac helt sér í íslenskunám og er að taka bílpróf til að ná enn betri tengingu við samfélagið. Það er ótrúlega sárt að sjá að öll baráttan fyrir veru þessa góða manns hér hjá okkur hafi ekki skilað árangri. Takk fyrir alla manngæskuna kæra samfélag.“

Heimildin fjallaði um mál Isaacs á vef sínum í morgun en þar kemur fram að hann hafi verið rétt rúmlega tvítugur þegar hann kom til Íslands í janúar 2018 frá Gana. Þar er rætt við Jón Hafstein Jóhannsson, þjálfara SR, varaliðs Þróttar, sem fer hlýjum orðum um Isaac. „Hann er bara orðinn partur af þessari fjölskyldu sem Þróttur er,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni