Íslenska liðið mætir Lúxemborg 13. október og Lúxemborg þremur dögum síðar.
Gylfi Þór sneri aftur á völlinn á dögunum með Lyngby en hann hafði ekki spilað síðan í maí 2021 með Everton. Þá hefur Aron ekki spilað síðan í maí vegna meiðsla.
Hareide var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvort hann hefði áhyggjur af skilaboðunum sem valið á Aroni og Gylfa myndi senda öðrum leikmönnum Íslands sem spila reglulega.
„Ég hef hugsað um það mikið því við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. Það er mikilvægt. En ég held að leikmennirnir sem hafa verið í kringum þá vita hvað þeir geta haft mikil áhrif utan vallar líka. Þeir tala mikið við aðra leikmenn og eru virkir á æfingum,“ sagði Hareide.
„Þó þú hafi ekki spilað mikið þarftu að vera í standi til að æfa með liðinu. Ég talaði við Aron í gær. Hann æfði og leið nokkuð vel. Það sama má segja um Gylfa. Áður en ég fer til Íslands geng ég út frá því að það séu nógu margar mínútur í fótunum á þeim til að æfa með okkur og hafa áhrif í undirbúningnum líka.“
Hareide býst við að Aron og Gylfi komi báðir við sögu í verkefninu.
„Ég efast um að byrji leikinn gegn Lúxemborg en það eru líkur á að þeir spili gegn Liecthenstein.“