fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Hareide ræðir valið á Aroni og Gylfa – „Ég hef hugsað um það mikið því við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 11:29

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari valdi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein síðar í mánuðinum.

Íslenska liðið mætir Lúxemborg 13. október og Lúxemborg þremur dögum síðar.

Gylfi Þór sneri aftur á völlinn á dögunum með Lyngby en hann hafði ekki spilað síðan í maí 2021 með Everton. Þá hefur Aron ekki spilað síðan í maí vegna meiðsla.

Hareide var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvort hann hefði áhyggjur af skilaboðunum sem valið á Aroni og Gylfa myndi senda öðrum leikmönnum Íslands sem spila reglulega.

„Ég hef hugsað um það mikið því við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. Það er mikilvægt. En ég held að leikmennirnir sem hafa verið í kringum þá vita hvað þeir geta haft mikil áhrif utan vallar líka. Þeir tala mikið við aðra leikmenn og eru virkir á æfingum,“ sagði Hareide.

„Þó þú hafi ekki spilað mikið þarftu að vera í standi til að æfa með liðinu. Ég talaði við Aron í gær. Hann æfði og leið nokkuð vel. Það sama má segja um Gylfa. Áður en ég fer til Íslands geng ég út frá því að það séu nógu margar mínútur í fótunum á þeim til að æfa með okkur og hafa áhrif í undirbúningnum líka.“

Hareide býst við að Aron og Gylfi komi báðir við sögu í verkefninu.

„Ég efast um að byrji leikinn gegn Lúxemborg en það eru líkur á að þeir spili gegn Liecthenstein.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni