fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Hareide ræðir valið á Aroni og Gylfa – „Ég hef hugsað um það mikið því við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 11:29

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari valdi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein síðar í mánuðinum.

Íslenska liðið mætir Lúxemborg 13. október og Lúxemborg þremur dögum síðar.

Gylfi Þór sneri aftur á völlinn á dögunum með Lyngby en hann hafði ekki spilað síðan í maí 2021 með Everton. Þá hefur Aron ekki spilað síðan í maí vegna meiðsla.

Hareide var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvort hann hefði áhyggjur af skilaboðunum sem valið á Aroni og Gylfa myndi senda öðrum leikmönnum Íslands sem spila reglulega.

„Ég hef hugsað um það mikið því við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. Það er mikilvægt. En ég held að leikmennirnir sem hafa verið í kringum þá vita hvað þeir geta haft mikil áhrif utan vallar líka. Þeir tala mikið við aðra leikmenn og eru virkir á æfingum,“ sagði Hareide.

„Þó þú hafi ekki spilað mikið þarftu að vera í standi til að æfa með liðinu. Ég talaði við Aron í gær. Hann æfði og leið nokkuð vel. Það sama má segja um Gylfa. Áður en ég fer til Íslands geng ég út frá því að það séu nógu margar mínútur í fótunum á þeim til að æfa með okkur og hafa áhrif í undirbúningnum líka.“

Hareide býst við að Aron og Gylfi komi báðir við sögu í verkefninu.

„Ég efast um að byrji leikinn gegn Lúxemborg en það eru líkur á að þeir spili gegn Liecthenstein.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Í gær

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja