fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Einlægur landsliðsþjálfari ræðir endurkomu Gylfa Þórs: Segir frá samtali þeirra á milli – „Saga hans brýtur næstum í manni hjartað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 12:00

Gylfi Þór Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er himinnlifandi með að Gylfi Þór Sigurðsson sé snúinn aftur á knattspyrnuvöllinn. Norðmaðurinn valdi hann í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki.

Gylfi sneri aftur á völlinn á dögunum með Lyngby í fyrsta sinn síðan í maí 2021. Nú er hann mættur í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2020.

„Gylfi sagði mér að hann hafi beðið eftir því í tvö ár að spila fyrir Ísland. Það er nóg fyrir mig að heyra það. Hann myndi gefa vinstri eða hægri fót sinn til að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

„Ég hef talað við hann mikið. Ég talaði við hann á Íslandi í sumar og hann talaði um metnað sinn til að snúa aftur. Gylfi er einn besti íslenski leikmaður sögunnar. Hann hefur því miður verið frá vellinum í tvö ár.“

Gylfi hefur ekki verið með Lyngby undanarið vegna meiðsla en Hareide segir þau smávægileg.

„Það kom smá bakslag eftir endurkomu sem tengdist bakinu á honum en honum líður strax mun betur.“

Hareide segir að Gylfi geti gefið öðrum leikmönnum íslenska liðsins mikið utan vallar einnig.

„Það verður mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í kringum liðið. Mig langar að hafa hann með í okkar áætlunum, hvernig við viljum spila og standa okkur. Hann er mikill fótboltaheili og gæti haft mikil áhrif á aðra leikmenn, jafnvel þó hann byrji ekki leikina. Það mun lyfta öllum upp.

Hann er góð manneskja og mér líkar mjög vel við hann. Hann er vel metinn á meðal íslenskra leikmanna og það er út af persónuleika hans.“

Gylfi var sem fyrr segir frá vellinum í langan tíma og þótti Hareide það leitt.

„Hann á skilið að vera kominn aftur og vera hluti af íslenska landsliðinu því hann vill það svo mikið sjálfur. Saga hans brýtur næstum í manni hjartað því ást hans á fótbolta og þjóð sinni er svo mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband